Það getur reynst erfitt að neita besta vini þínum um eitthvað gómsætt af matardisknum þínum

Það getur reynst erfitt að neita besta vini þínum um eitthvað gómsætt af matardisknum þínum

11 fæðutegundir sem eru í lagi fyrir hunda & 5 sem þú ættir að forðast!

Stundum er erfitt að standast þessi sætu hvolpaaugu sem stara á mann á meðan við mannfólkið gæðum okkur á hádegis-eða kvöldmatnum en það ber að varast að gefa ekki svokallaða besta vini mannsins hvað sem er. Hér er listi yfir 11 fæðutegundir sem er gott að gefa hundinum þínum en varist þær 5 sem eru nefndar sem má alls ekki gefa þeim. Loðnu vinirnir okkar þola ekki hvað sem er sjáðu til.

11 fæðutegundir sem er í lagi að gefa hundinum þínum:

 1. Hnetusmjör: Það er allt í lagi af og til að gefa hundinum þínum skeið af ósöltuðu hnetusmjöri og er það nammi sem þið bæði getið notið (gættu þess að hnetusmjörið innihaldi ekki xylitol). Fullt af próteini og frábært „fótó-móment“!
 2. Jógúrt: Fullt af próteini og kalsíum! Hreint jógúrt er tilvalið nammi fyrir hunda, sérstaklega ef loðni vinur þinn þjáist af meltingarvandamáli. Gættu þess að jógúrtið sé ekki yfirfullt af sykri og gervisætuefnum.
 3. Haframjöl: Þú finnur nóg af trefjum í haframjöli sem er tilvalið ef hundurinn þinn þjáist af þarmavandamáli og einnig gott fyrir hunda sem eru með óþol eða ofnæmi fyrir hveiti. Eldaðu hafrana áður en þú gefur hundinum þínum þá og allir verða glaðir.
 4. Kjúklingur: Ef hundinum þínum vantar auka prótein í fæðuna sína þá er eldaður, ókryddaður kjúklingur auðveld leið til að bæta því við fæðuna. Frábær leið til að redda sér ef þú gleymir að kaupa hundamatinn og búðin er lokuð!
 5. Lax: Hundum getur einnig gagnast af omega 3, svo skelltu smá elduðum lax ofan í matardolluna hans fyrir heilbrigðari og fallegri feld.
 6. Brokkolí: Þetta vítamínríka grænmeti getur verið frábært af og til, til þess að bæta fæðu hundsins þíns. Hinsvegar þarf að fara varlega og ekki gefa þeim mikið af því þar sem það getur valdið gasvandamálum. Og öllum leiðist það 🙂
 7. Grasker: Þú getur gefið hundinum þínum grasker – hrátt eða úr dós – til þess að gefa honum trefjar eða A vítamín. Góð leið ef hundurinn þinn þjáist af meltingarvandamáli.
 8. Grænar baunir: Fáar kaloríur og næringarríkt, grænar baunir eru góður kostur til þess að bæta járni og vítamínum við fæðu hundsins þíns. Gættu þess að gefa honum bara ferskar grænar baunir eða dósabaunir sem eru ekki með viðbættu salti í.
 9. Fetaostur: Hátt í kalsíum og fullt af próteini og má gefa hundinum þínum af og til, forðastu það hinsvegar ef hundurinn þinn á í vandræðum með að melta mjólkurvörur.
 10. Gulrætur: Í gulrótum er ekki mikið af kaloríum en nóg af trefjum og vítamínum auk þess sem það getur verið gott fyrir tennurnar í hundinum þínum að naga gulrót.
 11. Egg: Ef loðna vini þínum vantar prótein, hrærðu egg handa honum og gefðu honum hollt nammi.

5 fæðutegundir sem henta alls ekki hundum:

 1. Súkkulaði: Þú hefur ábyggilega heyrt þetta áður að þú ættir aldrei að gefa hundinum þínum súkkulaði. Og það er líka ástæða fyrir því! Þetta gómsæta sælgæti inniheldur örvandi efni líkt og koffín. Ef hundurinn þinn borðar mikið af súkkulaði getur það leitt til kvimlegra vandamála líkt og uppgangs, niðurgangs, óreglulegs hjartslátts, flogs og jafnvel leitt litla vin okkar til dauða.
 2. Vínber og rúsínur: Þó þessir ávextir séu rosalega góðir fyrir þig, þá er það eitur fyrir hunda og getur leitt til nýrnabilunar.
 3. Laukur: Laukur fær þig til að gráta en þeir geta gert hundinn þinn mjög veikann með því að valda skemmdum á rauðu blóðkornum hans.
 4. Avakadó: Avakadó lauf, ávöxturinn, fræin og börkurinn inniheldur eiturefni sem kallast á ensku „persin“ sem getur leitt til magaverkja og öndunarörðugleika hjá hundinum þínum.
 5. Alkahól: Jafnvel ef hundurinn þinn lepur einungis pínulítið af alkahóli getur það leitt til eitrunar sem leiðir til þess að hundurinn þinn getur ælt, fengið flog og jafnvel dregið hann til dauða.

Þýdd grein

Comments are closed.