Hver er þín fyrirmynd?

Hver er þín fyrirmynd?

Posted by

Þegar ég var krakki var ég með plaköt af Michael Jackson og Madonnu uppi um alla veggi. Mér fannst þau flottasta og frábærasta fólk í allri veröldinni og mikið hlakkaði ég til að verða stór því þá ætlaði ég sko að verða eins og þau!

michael-jackson9

Ég er orðin stór (stærri allavega) en er ekki orðin eins og þau… og reyndar hanga ekki lengur myndir af þeim uppi á vegg hjá mér. Í dag hanga myndir af fjölskyldunni minni uppi um alla veggi, myndir af pabba, mömmu, afa og ömmu, systkinum, börnunum mínum, manninum mínum og mörgum fleirum. Þetta er fólkið sem mér finnst í dag vera flottasta og frábærasta fólkið í allri veröldinni.

Við veljum okkur fyrirmyndir í lífinu. Stundum gerum við það meðvitað en mjög oft ómeðvitað. Fyrirmynd er einhver sem hefur góð áhrif á þig, einhver sem lætur þér líða vel og þér finnst eftirsótt að líkjast á einn eða annan hátt. Umhyggjusami pabbinn sem alltaf hefur óbilandi trú á þér, einstaki eiginmaðurinn sem stendur með þér í öllu sem þú gerir, börnin þín sem gefa þér orkumikil knús einmitt þegar þú þarft á þeim að halda, glaðlega og brosmilda frænkan sem gengur um göturnar með hundinn sinn og skælbrosir framan í heiminn, elsku mamma sem sýnir ást sína á sinn einstaka hátt, litla systir sem passar uppá að tengslin rofni ekki, stóri bróðir sem tékkar á þér af og til, cialis online stóra systir sem þú getur talað við í klukkutíma um ekkert, amma sem hefur mýkstu hendur í heimi og vinirnir sem allt í einu birtast á dyraþrepinu þegar þú átt síst von á þeim.

Þegar ég var barn þá vildi ég líkjast Michael Jackson af því að hann var stjarna, hann lét fólki líða vel með tónlistinni sinni og var alltaf flottur. Í dag hef ég valið mér aðrar fyrirmyndir, þær eru mjög margar en allar eru þær nátengdar mér og í mínum augum eru þær stjörnur.

 

Comments are closed.