2. hluti – 7 hugmyndir að degi með fjölskyldunni á Suðurlandi

2. hluti – 7 hugmyndir að degi með fjölskyldunni á Suðurlandi

Það eru endalausar hugmyndir sem ég fæ þegar ég hugsa um hinn fullkomna samverudag með fjölskyldunni eða ástvinum. Og ekki er það verra ef ég þarf ekki að keyra langar vegalengdir til þess að finna hinn fullkomna áfangastað.

Hér er 2. hluti af 7 hugmyndum sem hægt er að gera með fjölskyldunni á Suðurlandi, hvort sem er að vetri til eða á sumrin.

1. Kajak á Stokkseyri

kajak á stk

Kajak á Löngudælu

Nú er loksins hægt að fara á kajak á Stokkseyri aftur eftir að nýjir eigendur tóku við rekstrinum og bjóða upp á fjölbreyttar kajak ferðir sem henta bæði ungum sem öldnum allt árið um kring. Þar er hægt að fara í fjölskylduvæna kajak ferð um Löngudælu og boðið er upp á sjókajak líka. Ekki skemmir fyrir ef maður sér lítinn forvitinn sel á leiðinni.

 

 

2. Gróðurhúsin í Friðheimum

friðheimar

Veitingastaðurinn í Friðheimum

Friðheimar í Reykholti er einstakur staður þar sem boðið er upp á líklega bestu tómatsúpu sem hægt er að finna. Það er frábær upplifun að koma úr kuldanum úti inn í suðrænt loftslag inni í gróðurhúsið hjá þeim á Friðheimum og gæða sér á tómatís og ostaköku með tómatsultu. Hljómar skringilega en smakkast unaðslega!

 

 

3. Hraunborgir í Grímsnesi

hraunborgir

Hraunborgir

Hraunborgir í Grímsnesi er opið á sumrin þar sem tilvalið er að skella sér með fjölskylduna í sund, minigolf eða leika sér á leiksvæðinu. Þar er einnig hinn fínasti 9 holu golfvöllur. Ekki er verra að leigja sér eitt af kósý sumarhúsunum þeirra og skella sér að veiða.

 

 

 

 

4. Dagsferð til Vestmannaeyja

Þegar blessaði Herjólfur siglir til Landeyjarhafnar (yfirleitt frá vori-hausts) er frábært að skella sér í dagsferð með fjölskylduna til Vestmannaeyja. Eyjarnar hafa upp á svo margt að bjóða, sérstaklega ef maður kaupa almenna cialis á netinu vill eiga útiverudag með fjölskyldunni. Tilvalið er að ganga upp á Eldfell, sem er auðveld ganga fyrir flestalla, og finna enn fyrir hitanum í eldfjallinu. Ekki skemmir útsýnið yfir byggðina og eyjarnar. Dalurinn býður upp á meira en bara Þjóðhátíð en hægt er að ganga upp á Dalsfjallið og niður hinum meginn. Þar leynist undurfögur strönd við Stafsnes. Útsýni sem erfitt er að lýsa með orðum.

eyjar2

Ströndin við Stafsnes

Ströndin við Stafsnes

 

 

 

 

 

 

 

 

 

5. Reiðtúr með Sólhestum

sólhestarSólhestar eru í um 5 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi. Þetta er gróið fjölskyldufyrirtæki með Sólmund Sigurðsson í fararbroddi. Starfsfólkið hjá Sólhestum tekur alltaf á móti manni með bros á vör. Hægt er að fara í 1-3ja tíma reiðtúr við rætur Ingólfsfjall en einnig upp í Reykjadal. Þau bjóða líka upp á strandreiðtúra. Hestarnir eru gæfir og starfsfólkið fagmenn. Fámennir hópar og skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna.

 

 

6. Lautarferð í Þrastarskógi

þrastarskógur

Þrastarskógur

Þrastarskógur er gullfallegt svæði sem býður upp á ótal gönguleiðir. Takið með ykkur nesti og „villist“ aðeins í skóginum. Göngustígarnir munu leiða þig á hinn fullkomna stað fyrir pikknikkið ykkar 🙂

 

 

 

7. Ströndin við Hafið Bláa

hafið blaa ströndinFjöruferð á strönd sem er laus við þúsundir ferðamanna. Staðsett rétt fyrir utan Eyrarbakka. Þarna er það bara hafið og þú. Tilvalið að fá sér köku og kaffi á veitingastaðnum eftir röltið meðfram ströndinni og fallegum degi.

 

 

Comments are closed.