Archive for December, 2015

Eldur í Hlöllabátum

Eldur í Hlöllabátum

Fréttir December 30, 2015 at 20:34

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar að söluskála Hlöllabáta á Selfossi í kvöld. Um minniháttar eld var að ræða sem talið er að kveiknað hafi út frá rafmagni. Slökkvistarfið gekk greiðlega en einnig voru lögregla og sjúkrabifreið kvödd á vettvang.

Read more ›
Áramótabrennur

Áramótabrennur

Fréttir, Menning & viðburðir December 30, 2015 at 17:23

Áramótabrennur í Sveitarfélaginu Árborg verða með hefðbundnu sniði en kveikt verður á eftirfarandi stöðum þann 31. desember nk. ef veður leyfir. *Á gámasvæðinu, Víkurheiði á Selfossi kl. 16:30 *Við Hafnarbrú á Eyrarbakka kl. 20:00 *Við Arnhólma á Stokkseyri kl. 20:00 Fylgist vel með veðurspá og farið varlega í einu og öllu. […]

Read more ›
Maðurinn talinn af.

Maðurinn talinn af.

Fréttir December 28, 2015 at 10:54

Rúmlega hundrað manna lið björgunarsveitarmanna og lögreglu leituðu annan daginn í röð á og við Ölfusá, að Guðmundi Geir Sveinssyni, sem nú er talinn af, samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Selfossi.

Read more ›
Leita að manni við Ölfusá

Leita að manni við Ölfusá

Fréttir December 27, 2015 at 00:14

Umfangsmikil leit stendur nú yfir við Ölfusá á Selfossi, en talið er að karlmaður hafi fallið í ána í nótt. Tilkynning barst lögreglu klukkan tuttugu mínútur í þrjú í nótt og upphófst þá leit að manninum við árbakka Ölfusár, en bíll hans fannst skammt frá Selfosskirkju.

Read more ›
Elsta jólatréð prýddi Hrunakirkju

Elsta jólatréð prýddi Hrunakirkju

Kirkjustarf, Menning & viðburðir December 27, 2015 at 00:11

Elsta varðveitta jólatréð, sem smíðað er á landinu, prýddi Hrunakirkju í hátíðarmessu á jóladag. Tréð var smíðað af Jóni Jónssyni í Þverspyrnu árið 1873.

Read more ›