Archive for February, 2016

Erill hjá lögreglunni vegna veðurs og ófærðar

Erill hjá lögreglunni vegna veðurs og ófærðar

Fréttir February 16, 2016 at 07:47

Lögreglan á Suðurlandi þurfti að sinna 173 verkefnum í liðnni viku, sem ekki eru skráð sem sakamá. Þar af voru 17 útköll vegan ýmissar aðstoðar við útlendinga sem oftas höfðu fest ökutæki sín í snjó.

Read more ›
Myndin er úr safni en tengist fréttinni ekki.

Maður hlaut áverka á veitingastað

Fréttir February 16, 2016 at 07:42

Maður hlaut áverka eftir að hafa verið sleginn í andlitið á veitingastað á Selfossi á aðfaranótt laugardags. Auk áverkanna brotnuðu gleraugu mannsins í átökunum. Lögreglan var kölluð til, til að skakka leikinn. Maðurin fékk aðhlynningu á slysavagt sjúkrahússins.

Read more ›
Mynd af Collie.

Hundur í óskilum á Hvolsvelli

Fréttir February 15, 2016 at 07:10

Á Hvolsvelli fannst Collie blendingur sem virtist vera einn síns liðs. Til að tryggja öryggi hundsins var honum komið í skjól í áhaldahúsi Hvolsvallar. Ekki fékkst mynd af hundinum með tilkynningunni en hér fylgir með mynd af Collie.

Read more ›
Hvassviðri eða stormur með rigningu. Einkum við suðurströndina.

Gert er ráð fyrir stormi

Fréttir February 15, 2016 at 07:00

Veðurstofa Íslands spáir hvassviðri eða stormi með rigningu á S og SV landi í dag. Veðurspáin er svohljóðandi: Gengur í suðaustan 15-23 m/s með slyddu eða rigningu S- og V-lands, hvassast við sjávarsíðuna. Mikil úrkoma SA-til seinni partinn. Hægara og úrkomulítið NA-lands fram eftir degi, en síðan suðaustan 18-25 og […]

Read more ›
Þór Þorláklhöfn hlaut silfrið

Þór Þorláklhöfn hlaut silfrið

Íþróttir February 14, 2016 at 02:54

Körfuknattleikslið Þórs úr Þorlákshöfn mátti sætta sig við tap gegn sterku liði KR í bikarúrslitaleiknum í dag. Úrslitin voru 95-79 fyrir liði KR. Engu að síður geta liðsmenn Þórs borið höfuðið hátt enda sýndu þeir góða frammistöðu í leiknum. Auk þess sem þátttaka í sjálfum úrslitaleiknum er stór sigur fyrir […]

Read more ›