Archive for August, 2016

Nýtum berin í garðinum

Nýtum berin í garðinum

Matarást August 31, 2016 at 14:17

Nú fer hver að verða síðastur að tína rifs- og sólber af berjarunnunum í garðinum sínum áður en næturfrostið skemmir uppskeruna. Berin þola örlítið næturfrost en auðvitað á ekki að taka áhættu á að missa af því að geta gert sína eigin sultu, hlaup eða saft úr hráefnum sem vaxa […]

Read more ›
Uppskeruhátíð á Flúðum og nágrenni

Uppskeruhátíð á Flúðum og nágrenni

Fréttir August 30, 2016 at 15:37

Laugardaginn 3. september verður uppskeruhátíð haldin á Flúðum og nágrenni. Hátíðin hefur verið vel sótt undanfarin ár og mælst vel fyrir. Gestum býðst að kaupa fersk matvæli úr sveitinni í félagsheimilinu á Flúðum, Anna Magnúsdóttir handverkskona býður gesti velkomna heim í vinnustofu sína í Bjarkarhlíð, golfvöllurinn Efra-Sel heldur „opna íslenska grænmetismótið“ og […]

Read more ›
Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

Fréttir August 30, 2016 at 09:28

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrk, skilafrestur umsókna er til og með 27. september 2016. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Sótt er um rafrænt með því að smella á eftirfarandi slóð: Umsókn um styrk. Á heimasíðu SASS kemur fram að markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands […]

Read more ›
Senn bryddir á Barða?

Senn bryddir á Barða?

Fréttir August 29, 2016 at 11:49

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að skjálftahrina hafi byrjað norðarlega í Kötluöskju í nótt. Tveir skjálftar mældust yfir fjórum stigum, sá fyrri kl. 01:47:02 var M4,5 og sá seinni 20 sekúndum síðar M4,6. Fáeinir skjálftar voru um þrjú stig. Á annan tug skjálfta mældust í kjölfarið. Enginn eldgosa- eða […]

Read more ›
Gyðjutónleikar á Eyrarbakka

Gyðjutónleikar á Eyrarbakka

Menning & viðburðir, Tónlist August 27, 2016 at 20:57

Tónlistarkonurnar Heloise Pilkington og Úní munu halda tónleika í Óðinshúsi á Eyrarbakka föstudagskvöldið 2. september kl. 20:00. Tónlist þeirra er tileinkuð hinum heilaga kvenkrafti. Yfirskrift tónleikanna er „Móðir – Gyðja – Systir“ og líta þær á þá sem ákall til gyðjunnar, athöfn eða bæn til móður, systur og gyðju. Heilun fyrir móður […]

Read more ›