28 útköll hjá hálendisvaktinni

28 útköll hjá hálendisvaktinni

Ljósmynd: Hálendiseftirlitið í Veiðivötnum klukkan 03:00 að nóttu.

Ljósmynd: Hálendiseftirlitið í Veiðivötnum klukkan 03:00 að nóttu.

Talsverður fjöldi útkalla var hjá hálendisvaktinni í liðinni viku. Alvarlegasta tilfellið var þegar franskur göngumaður féll í á í Sveinsgili og lést.

Eftir hádegi í gær voru lögreglumenn í hálendiseftirliti kallaðir til vegna franskrar konu sem fótbrotnaði á göngu í úfnu hrauni um tvo kílómetra sunnan við Landmannalaugar. Ékki þótti ráðlegt að bera konuna og því var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til að sækja konuna og flytja hana á slysadeild Landspítalans.

Um svipað leyti var óskað aðstoðar vegna hlaupakonu í Laugavegshlaupinu sem datt og handleggsbrotnaði. Björgjunarsveitar fólk á hálendisvaktinni fluttu konuna á heilsugæsluna á Selfossi.

Comments are closed.