Á Snæfoksstöðum er fallegt göngusvæði

Á Snæfoksstöðum er fallegt göngusvæði

7 Hugmyndir að ljúfum degi með fjölskyldunni á Suðurlandi

Við Sunnlendingar eigum það til að líta til Höfuðborgarsvæðisins í leit að afþreyingu þegar við höfum nánast allt til alls hér í nágrenninu.

Hér eru 7 hugmyndir að afþreyingu og útiveru í nágrenninu okkar sem eru tilvalin að gera með fjölskyldunni og ástvinum.

1.Ljúfur laugardagur á Laugarvatni og besti ís í heimi.

Fontana á Laugarvatni

Fontana á Laugarvatni

Gullfallegt útsýni á leiðinni á Laugarvatn og tilvalið að skella sér í Fontana með ástvini þínum og ylja þér í náttúrulegu lauginni, skella þér í gufu og jafnvel stinga tánum ofan í ískalt Laugarvatnið sjálft! Gamli Héraðsskólinn stendur tignarlega við hlíðina og hægt er að stoppa við, fá sér kaffi eða heitt kakó eða jafnvel ljúffengar hreindýrabollur og annað gómsæti! Ekki skemmir að ganga um kaupa almenna cialis á netinu bygginguna og fylla sig af ást og kærleik sem umlykur þetta fallega hús hannað af Guðjóni Samúelssyni. Eftir síðbúið hádegissnarl er svo tilvalið að keyra um 10 mínútur lengra upp í Efsta Dal og fá sér heimsins besta heimagerða ís og kíkja á kýrnar í fjósinu.

2. Létt ganga á Snæfoksstöðum – ævintýraheimur fyrir börnin.

Á Snæfoksstöðum er fallegt göngusvæðiSnæfoksstaðir í Grímsnesi hefur að geyma fallegan göngustíg í gegnum þykkan skóg af furutrjám og það er líkt og maður sé komin til Noregs að ganga þar í gegn. Göngustígurinn leiðir mann niður að Hvítá og neðar má sjá litla strönd sem tilvalið er fyrir krakkana að leika sér á. Gangan fram og til baka tekur um 45-60 mínútur og er vel þess virði á fallegum degi, hvort sem er á veturna eða sumrin.

 

 

 

 

 

3. Dýrin í Vatnsholti

Hrafninn Huginn á bænum Vatnsholti í Flóa

Hrafninn Huginn á bænum Vatnsholti í Flóa

Í Vatnsholti í Flóanum má finna taminn hrafn sem talar og mjálmar, geit sem dansar, hunda af ýmsu kyni, ref, kisur, hænur, kalkúna, dúfur, svín og hesta! Hvað þarf að segja meira? Jú og auðvitað hægt að gæða sér á ljúffengum mat á veitingastaðnum. Fullkominn skreppitúr með krakkana.

 

4. Gamla laugin á Flúðum

Gamla laugin á Flúðum

Gamla laugin á Flúðum

Gamla laugin eða Secret Lagoon eins og hún kallast í dag er gullfalleg laug í róandi umhverfi á Flúðum. Það eru nokkrir hverir við laugina meðal annars goshverinn litli Geysir sem gýs á nokkurra mínútna fresti. Vatnið í lauginni er notalega heitt eða um 38-40°C allt árið um kring. Fullkominn staður fyrir rómantískt stefnumót 🙂

 

 

 

 

5. Pick-nick í Þjórsárdal

Gjáin í Þjórsárdal er falin perla

Gjáin í Þjórsárdal er falin perla

Þjórsárdalur er falin perla á Suðurlandi. Bara keyrslan um dalinn er mögnuð með Þjórsá fljótandi fyrir neðan veginn. Eftir um hálftíma keyrslu frá afleggjaranum er Hjálparfoss þar sem tilvalið er að fá sér nesti. Örlítið lengra frá má finna Gjánna og Háafoss, næsthæsta foss Íslands. Gjáin er líklega einn af fallegustu stöðum Suðurlands sem hefur farið framhjá mörgum. Leggðu bílnum hjá bænum Stöng og gakktu léttilega um svæðið með fjölskyldunni. Skemmtilegur útiverudagur sem kostar ekki neitt (nema jú auðvitað bensín á bílinn).

 

 

 

6. Reykjadalur og Fákasel

Reykjadalur

Reykjadalur

Þrátt fyrir að Reykjadalur sé yfirfullur af erlendum ferðamönnum á sumrin þá skemmir það ekki náttúrufegurðina sem verður á vegi manns. Þegar þú hefur lagt bílnum á bílastæðinu tekur við um létt 45 mínútna ganga upp dalinn að heitu hverunum og ánum. Skellið ykkur í sundfötin áður en þið leggið af stað og baðið ykkur í náttúrunni, jafnast ekkert á við það. Á leiðinni heim er svo tilvalið að stoppa við í Fákaseli og fá sér gott í gogginn með fjölskyldunni.

 

 

 

 

7. Flúðasigling í Hvítá

Flúðasigling í Hvítá er fjölskylduskemmtun

Adrenalín ferðir á slöngubátum frá Drumboddsstöðum

Við Drumboddsstaði er hægt að fara í fjölskylduvæna flúðasiglingu á sumrin með reynslumiklum leiðsögumönnum á viðráðanlegu verði. Þetta er um 3-4ja tíma skemmtun sem þið fjölskyldan munuð aldrei gleyma! Leiðsögumennirnir gera í því að skemmta farþegum bátsins á meðan þið siglið um flúðir Hvítár. Ef þið viljið enn meira adrenalín um kroppinn þá býðst þér að hoppa ofan af háum klettum ofan í ánna. En það er kannski bara fyrir ofurhugana 🙂

 

Listinn er ekki tæmandi með hina endalausu möguleika á Suðurlandi.

 

 

Comments are closed.