Alzheimer

Alzheimer

Brynjar Örn Einarsson.

Brynjar Örn Einarsson.

Brynjar Örn Einarsson, skáld, gaf Fréttavef Suðurlands leyfi til að birta þessa vísu sem hann samdi um þær tilfinningar sem upp koma þegar ástvinur fær alzheimer.

Fyrstu einkenni sjúkdómsins eru oftast vaxandi minnisskerðing og erfiðleikar með áttun á stund og stað. Vísan gefur glögga mynd af því hversu erfitt getur verið fyrir aðstandendur að sjá sjúkdóminn ná tökum á einstaklingnum.

 

 

 

 

Alzheimer

Eftir mér þú beiðst í draumi

mig þú vildir kveðja.

Þú sá sterki en ég sá aumi

sár var þessi kveðja.

Ég horfði á þig burtu aka

eftir það fór þér að hraka.

 

Þínir sigrar, afrek og dáðir

allur þessi kraftur.

Allt sem vildir, allt sem þráðir

farið kemur aldrei aftur.

Sjálfan þig í hug þinn blekkir

augnablik þú engan þekkir.

 

Hvar og hvenær, hvernig

hversu, hvurt og hví?

Hver er ég, hvað um þig

svo byrjar allt á ný.

Þú minn frændi sterki

sérð allt sem spurningarmerki.

 

þó í huga þínum stundum myrkur

stendur þú í bak þitt beinn.

Stórfjölskyldan er þinn styrkur

aldrei þarft að vera einn.

Þú uppskarst sem þú plantar

en veist að eitthvað vantar.

 

Líf þitt var skemmtilegt ævintýr

og marga eignaðist þú vini.

Frá minni hálfu ert hjarta hlýr

átt fallega dóttur og góða syni.

Þú sem börnum niður raðar

átt góða konu sem er til staðar.

 

Ég sakna þín minn kæri frændi

falinn er hinn sanni þú.

Sjúkdómur þinn burtu rændi

ráðum þínum ást og trú.

Tár mín renna er enginn sér

sjá þig fara samt ert þú hér.

 

 

3 Comments

  1. Fallegt ljóð og nákvæmlega það sem gerist þegar ástvinur greinist með þennan ömurlega sjúkdóm 🙂

  2. Fallegt ljóð og nákvæmlega það sem ástvinur upplifir þegar þessi ömurlegi sjúkdómur ber að dyrum 🙂

  3. mjög fallegt Brynjar virklega 😉