Andri Páll í toppbaráttunni í Noregi

Andri Páll í toppbaráttunni í Noregi

Myndin er af FB vef Andra Páls.

Myndin er af FB vef Andra Páls.

Andri Páll Ásgeirsson, er í toppbaráttunni á sterku unglingamóti í Noregi.

Fréttavefruinni Kylfingur.is segir frá því í dag að hinn ungi og efnilegi kylfingur, Andri Páll Ásgeirsson sem keppir undir merkjum GK, keppi þessa dagana á Norwegian Junior Trophy mótinu í Noregi sem er partur af sterkri unglingamótaröð sem kallast Global Junior Golf.

Alls leika 65 kylfingar í mótinu, segir ennfremur á vefnum og er Andri í 4. sæti í sínum flokki eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 74 höggum (+2). Hér að neðan er skorkort hans frá hringnum. Vel gert hjá kappanum sem leikur á sínu fyrsta golfmóti á erlendri grundu.

Í samtali við blaðamann Kylfings sagði Andri að púttin hefðu mátt vera betri en að slátturinn væri mjög góður.

Sjá fréttina á vef VF.is

Comments are closed.