AUÐUR semur við IMAGEM

AUÐUR semur við IMAGEM

audunnAuðunn Lúthersson tónlistarmaður eða AUÐUR eins og hann kallar sig samdi við IMAGEM MUSIC á dögunum sem er eitt öflugasta tónlistarútgáfufyrirtækið í heiminum.

Fulltrúi IMAGEM sá frammistöðu hans á MUSEXPO í Los Angeles í apríl og var fljótur að ná kauða til sín enda AUÐUR afskaplega flottur tónlistarmaður.

IMAGEM hefur samið við þekkta tónlistarmenn á borð við Judith Hill, Phil Collins, Mark Ronson og William Orbit, sjá fleiri hér.

AUÐUR mun koma fram á nokkrum tónleikum á Iceland Airwaves hátíðinni nú í nóvember. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með honum geta skoðað heimasíðu hans hér. 

 

Comments are closed.