Aukin þjónusta í heimabyggð!

Aukin þjónusta í heimabyggð!

Nú í byrjun október 2017 mun krabbameins-lyfjameðferð vera í boði á Heilsugæslu Suðurlands á Selfossi. Þessar fréttir staðfesti Björn Magnússon yfirlæknir lyflæknisdeildar HSU og segir jafnframt tólf hjúkrunarfræðinga vera- eða hafa verið í þjálfun á lyflækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahús. Hingað til hefur lyflækningadeildin eingöngu verið opin þrjá daga í viku og sinnt þá að mestu einstaklingum sem hafa þurft á bliðskilun að halda vegna langvinnrar nýrnabilunar. Með samþykki um aukin fjárframlög frá ríkinu varð markmið lyflækningadeildar að veruleika, en Björn hefur allt frá árinu 2013 lagt áherslu á að efla göngudeild lyflækninga á Hsu. Með aðstoð og fjármagni góðra félagasamtaka og annarra velunnara hefur verið hægt að kaupa tækjabúnað sem til þarf á göndudeild lyflæknina og í nánustu framtíð verður lögð áhersla á að bæta aðstöðu fyrir til dæmis líknandi meðferð og aðstöðu aðstandenda.

Með því að geta veitt lyfjameðferð á Hsu,  gefst tækifæri til að auka þjónustu við krabbameinsgreinda einstaklinga í heimabyggð. Dregur þar með úr mörgum álagsþáttum sem felast meðal annars í reglulegum ferðalögum til Reykjavíkur.

Krabbameinsfélag Árnessýslu leggur metnað sinn í að stuðla að aukinni þjónustu í heimabyggð og fagnar því þeirri þjónustu að lyfjameðferð geti farið fram á Selfossi. Með auknu samstarfi félagsins og heilsugæslunnar getum við boðið uppá heildstæða þjónustu og stuðning til félaga okkar.

Comments are closed.