Banaslys í umferðinni

Banaslys í umferðinni

candle-1113244_960_720Á 13. tímanum í dag barst lögreglu tilkynning um vöruflutningabifreið með eftirvagn sem farið hafði út af Suðurlandsvegi og oltið skammt frá afleggjaranum að Reynishverfi, vestan Víkur í Mýrdal.

Ökumaður reyndist einn í bifreiðinni og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi.

Tildrög slyssins eru óljós og vinnur lögreglan á Suðurlandi að rannsókn málsins.

Ekki er unnt að gefa upp nafn hins látna að svo stöddu.

Búið er að opna Suðurlandsveg en tafir geta orðið við slysstað. Lögregla þakkar vegfarendum þolinmæði og tillitssemi.

Comments are closed.