Báran, stéttarfélag kallar eftir fjárhagslegu sjálfstæði fyrir alla

Báran, stéttarfélag kallar eftir fjárhagslegu sjálfstæði fyrir alla

baran-logoBáran, stéttarfélag fagnar skilningi kjararáðs á kjörum ráðamanna þjóðarinnar og þeirra hækkana sem ráðið telur eðlilegt að greiða eigi til þess að efla fjárhagslegt sjálfstæði viðkomandi aðila. Þessi skilningur er í fullu samræmi við baráttu stéttarfélaganna um jöfnun lífskjara.

Í þessu ljósi er krafa stéttarfélaganna um 300.000 króna lámarkslaun mjög hófleg og endurspeglar ekki þann skilning sem fram kemur í ákvörðun kjararáðs og þarf því að endurskoða.

Báran, stéttarfélag hvetur ríkið sem og  aðra launagreiðendur að sýna þeim lægst launuðu sama skilning og hvetur til þess að almennt verði gætt að fjárhagslegu sjálfstæði launþega þessa lands með verulegri hækkun lægstu launa.

Samþykkt á stjórnarfundi Bárunnar, stéttarfélags 07.11 2016.

Höfundur: Halldóra Sigr. Sveinsdóttir, formaður

 

 

 

Comments are closed.