Birgitta Jóns­dótt­ir fékk stjórnarmyndunarumboðið

Birgitta Jóns­dótt­ir fékk stjórnarmyndunarumboðið

birgitta_jonsdottirBirgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata, fékk stjórnarmyndunarumboðið frá for­seti Íslands, Guðna Th. Jó­hann­es­syni, á fundi þeirra á Bessastöðum í dag.

Birgitta sagði að hún ásamt tveim­ur öðrum í flokki Pírata væru með umboðið núna en þau hefðu komið sér sam­an um að hún ein myndi eiga þenn­an fund með for­set­an­um.

Birgitta er þriðji flokksformaðurinn sem fær umboðið frá forseta Íslands, fyrst fór það til Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þá til Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, svo var það gefið frjálst öllum flokkum en umræður sem þá áttu sér stað skiluðu engu og nú er umboðið komið til Pírata.

Birgitta sagði á blaðamannafundi á Bessastöðum að Píratar myndu byggja á þeim góða grunni sem viðræður seinustu vikna hafa átt sér stað á milli flokk­anna. Hún sagði ennfremur að þau myndu nálgast viðfangsefnið með það sjónarmið að það sitji ekki ein­hver einn við borðsend­ann. Næsta skref hjá henni væri að ræða við sinn þingflokk og fara yfir stöðu mála.

 

Comments are closed.