Birgitta skil­ar stjórnarmyndunarumboðinu

Birgitta skil­ar stjórnarmyndunarumboðinu

birgitta_jonsdottirFor­ystu­fólk Vinstri grænna, Pírata, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Bjartr­ar framtíðar og Viðreisn­ar, sem hafa átt í óform­leg­um viðræðum um stjórn­ar­mynd­un, hef­ur ákveðið að slíta viðræðunum. Þetta var ljóst eftir tveggja tíma fund sem forystufólk flokkanna áttu í dag um mögulega stjórnarmyndun. 

Birgitta Jóns­dótt­ir, þingflokksformaður Pírata, mun hitt­a for­seta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessa­stöðum klukk­an 17:00 í dag og skila umboðinu.

Sérkennileg staða er nú komin upp í stjórnmálum á Íslandi þar sem formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Pírata hafa allir fengið umboðið en þurft að skila því til baka því viðræður hafa runnið út í sandinn.

Sjö flokkar náðu mönnum inn á þing, nú er spurning hvert umboðið fari næst eða hvað forseti Íslands geri í þessari sérkennilegu stöðu?

 

 

 

Comments are closed.