Bræðralag

Bræðralag

Brynjar Örn Einarsson, skáld.

Höfundur vísu: Brynjar Örn Einarsson, skáld.

Bræðralag

Von trú og kærleikur

kurteisi, virðing og heilindi.

Heildin sameinuð sem eykur

einstaklings kraft og fríðindi.

Fjöldi bræðra sem hafa gaman

gæðastund ef standa saman.

 

Enginn ætti að byrðast einn

með þunga þanka í sinni sál.

Segja satt svo standi beinn

burt þá hverfa hin ýmsu mál.

Vinir leysa saman hnúta

hinir gefast upp og höfði lúta.

 

Tveir sem einn og einn sem tveir

taktfast slær þar sama hjarta.

Halda tryggð og einsemd deyr

dáðadrengir með framtíð bjarta.

Bræður sem að drottinn skóp

sameinaðir, í þéttan hóp.

One Comment