Draupnir frá Stuðlum

Draupnir frá Stuðlum

Draupnir frá Stuðlum fékk “OFURDÓM”

350 Draupnir  frá Stuðlum

Draupnir frá Stuðlum fékk ofurdóm á kynbótasýningu í Hafnarfirði

Draupnir frá Stuðlum, fimm vetra foli fékk frábæran dóm á kynbótasýningu á Sörlastöðum í Hafnarfirði sem nú stendur yfir. Draupnir hlaut 8,55 fyrir byggingu. Þar af fékk hann 9,0 fyrir háls/herðar og samræmi. Fyrir hæfileika fékk hann 8,77. Þar af hæst 9,0 fyrir tölt, skeið, vilja/geðslag og fegurð í reið. Draupnir hlaut því ofurdóm á sýningunni.

Draupnir er alhliða gæðingur, stór, og einstaklkega litfagur. Það er óhætt að fullyrða að bjart sé framundan hjá þessum fola. Eigendur eru ræktendurnir Páll Stefánsson dýralæknir og Edda Ólafsdóttir frá Stuðlum ásamt hjónunum í Austurási, Ragnhildi Loftsdótturog Hauki Baldvinssyni.

Sýnandi:  Daníel Jónsson

Formaður dómnefndar:  Þorvaldur Kristjánsson
Dómari:   Arnar Bjarki Sigurðarson, Jón Vilmundarson

Comments are closed.