ENGAR AFSAKANIR

ENGAR AFSAKANIR

bókakápaNýverið kom á markaðinn barnabókin ENGAR AFSAKANIR, eftir metsöluhöfundinn Dr. Wayne W. Dyer þar sem hann einblínir á það hvernig afsakanir geta staðið í vegi okkar og komið í veg fyrir að barnið þitt nái markmiðum sínum. DR. Wayne W. Dyer er þekktur um allan heim sem fyrirlesari og metsölurithöfundur en hann lést árið 2015. Hann var stoltur faðir 8 barna og fimm barnabarna. Þegar hann vann ekki að því að skrifa bók eða flytja fyrirlestra þá eyddi hann tímanum heima hjá sér á Maui við ströndina, synti í sjónum eða stundaði jóga.

ENGAR AFSAKANIR kennir börnum á einfaldan og skemmtilegan hátt hvernig þau geta hætt að láta afsakanir standa í vegi fyrir því að þau nái markmiðum sínum.

Lóa DagbjörtLóa Dagbjört Kristjánsdóttir, eigandi LINDEX á Íslandi, þýddi bókina og hefur þar með frumraun hennar í bókaútgáfu orðið að veruleika. Lóa segist hafa orðið svo heilluð af þessari bráðskemmtilegu barnabók að sig langaði að gera hana aðgengilega íslenskum börnum og foreldrum með einlægri ósk um að allir láti drauma sína rætast.  Lóa segist nú þegar vera farin að huga að fleiri þýðingum og sé með fleiri bækur í bígerð sem snúa að sjálfsvitund barna; “þær snúast um að kenna börnum á einfaldan hátt t.d. núvitund, að temja sér að lifa í þakklæti og læra að sjá jákvæðu hliðarnar á málunum, hugleiðslu og fleira skemmtilegt”.

Námskeið byggð á efni bókarinnar fara fljótlega af stað og verður leiðbeinandi á námskeiðinu Svanhildur Ólafsdóttir félagsráðgjafi og fimm barna móðir. Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust og sjálfsálit barna, efla rökhugsun þeirra og auka kjark þeirra til að taka eigin ákvarðanir. Farið verður yfir hvað afsakanir eru og hvaða afsakanir við segjum okkur sjálfum eða við hlustum á sem koma í veg fyrir að við gerum það sem okkur langar.

Hægt er að panta bókina í gegnum facebook síðuna, með því að senda Lóu skilaboð. Bókin kostar 2399.- og hægt er að fá hana senda í póstkröfu. Einnig fæst bókin í verslunum Eymundsson.

Comments are closed.