Erik Olson ráðinn þjálfari skoska körfuboltalandsliðsins

Erik Olson ráðinn þjálfari skoska körfuboltalandsliðsins

erik-olsenBandaríski körfuboltaþjálfarinn Erik Olson, sem þjálfaði FSu á Selfossi í fjögur ár, hefur verið ráðinn til tveggja ára sem þjálfari skoska körfuboltalandsliðsins.

Hann þekkir vel til körfuboltans í Skotlandi í ljósi þess að hann spilaði með Falkirk Fury og varð bikarmeistari með þeim árið 2009.

Í frétt um málið á BBC kemur fram að markmiðið sé að koma Skotum á Samveldisleikana 2018. Hann mun vinna náið með Glasgow Rocks sem er eina atvinnumannaliðið í Skotalandi. Markmið hans er að finna bestu leikmenn Skotlands og koma þeim á toppinn. Hvorki meira né minna.

Þetta er fjórða landið sem Olson þjálfar í þrátt fyrir ungan aldur en auk Íslands hefur hann einnig þjálfað í Ástralíu og Bandaríkjunum.

Comments are closed.