Ferðamaður alvarlega slasaður.

Ferðamaður alvarlega slasaður.Myndir er af vef Landsbjargar

Myndir er af vef Landsbjargar

Fréttavefur RÚF greinir frá því í dag að erlendur ferðamaður sé alvarlega slasaður eftir slys á Sólheimajökuli.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hellu að Vík voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 14 í dag vegna erlends ferðamanns sem slasaðist við Sólheimajökul. Hinn slasaði er karlmaður og talið er að hann hafi fallið þrjátíu til fimmtíu metra niður brekkuna austan við jökulinn.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hinn slasaða á sjúkrahúsið í Fossvogi.
Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að nánast á sama tíma hafi komið annað útkall þar sem sveitir frá Hveragerði, Selfossi, Eyrarbakka og Þorlákshöfn voru kallaðar út vegna konu sem slasaðist á fæti við Laugarnar í Reykjadal.

RÚF greindi frá síðdegis í dag.

Comments are closed.