Á myndinn (sem er frá Fimleikadeild Selfos) eru stúlkur sem kepptu í fyrsta skipti á FSÍ móti 2015.

Á myndinn (sem er frá Fimleikadeild Selfos) eru stúlkur sem kepptu í fyrsta skipti á FSÍ móti 2015.

Fimleikadeild Selfoss tekur þátt í stórmóti.

1. flokkur kvenna

1.flokkur Selfoss í kvennaflokki stefnir að því að vinna sér keppnisrétt á á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem haldið verður í Danmörku 16.apríl næstkomandi.

Um helgina fer fram stærsta hópfimleikamót frá upphafi en keppendur eru orðnir yfir 1000. Fimleikadeild Selfoss sendir 15 lið til keppni eða rúmlega 160 börn. Dagskráin verður stíf frá morgni til kvölds og má búast við skemmtilegri keppni í öllum flokkum en margir eru að stíga sín fyrstu spor á keppnisgólfinu.

Á myndunum sem eru frá Fimleikadeild Selfoss, eru stúlkur sem kepptu í fyrsta skipti á FSÍ móti í fyrra og eru að mæta aftur til leiks reynslunni ríkari.

Á föstudaginn keppir 1.flokkur Selfoss í kvennaflokki en hann er að berjast um sæti á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem haldið verður í Danmörku 16.apríl næstkomandi. Þær enduðu í 3.sæti á mótinu um síðustu helgi og dugar ekkert annað en sigur á mótinu á föstudaginn til að tryggja sér þátttöku.

Fimleikadeildin vill hvetja alla Selfyssinga til að mæta í stúkuna í Gerplu að Versölum og styðja við bakið á stelpunum því það mun klárlega skila sér inn til þeirra á gólfið.
Keppnin hefst á n.k. föstudag 26. Febrúar klukkan 19:20.

Comments are closed.