Fræðslufundur fyrir almenning um BÝRÆKT

Fræðslufundur fyrir almenning um BÝRÆKT

byflugaLaugardaginn 5. nóvember verður Býræktarfélag Íslands í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands og Grasagarð Reykjavíkur með fræðslu um býrækt að Síðumúla 1. í Reykjavík. Fræðslan hefst kl. 14:00 til 16:00.

Býflugur þjóna mikilvægu hlutverki í vistkerfi okkar og án þeirra væri heimurinn öðruvísi.

Á fræðslufundinum verður fjallað um allt á milli himins og jarðar er við kemur býflugum og ræktun þeirra. Skoðaður verður lífsferill býflugna, bygging þeirra og atferli. Þá verða settir saman rammar og bræddar vaxplötur í þá.

Ef tækifæri gefst verða lifandi flugur á staðnum, bak við gler! Í víðsjá verður hægt að skoða drottningu, drunta og þernur. Þá verður smökkun á því sem flugunar eru fóðraðar á og því sem þær framleiða. Það er spennandi að að fá að smakka sykurlög, frjókökumassa og svo auðvitað hunang.

Aðgangsverð 750 kr. ( Frítt fyrir börn ).

Allir velkomnir

Býræktarfélag Íslands

 

 

Comments are closed.