FRÉTAVEFUR SUÐURLANDS

Fólkið á Suðurlandi er okkar rauði þráður! 

Suðurland_mapFréttavefur Suðurlands – sudurland.net er elsti fréttavefurinn á Suðurlandi, stofnaður árið 2000 og stóð vaktina í nokkur ár. Undanfarið höfum við haft fremur hægt um okkur en erum nú mætt aftur tvíefld til leiks.

Enn sem fyrr eru málefni Suðurlands okkur hugleikin og reyndar látum við okkur umhugað um fréttir, viðburði og mannlíf hvar sem er í dreifbýlinu. Með góðu samstarfi við sem flesta héraðsfréttamiðla munum við leitast við að flytja lesendum okkar fréttir af og til af því sem efst er á döfinni hjá vinum okkar allt í kringum landið.

Það er óhætt að segja að lengi lifi í gömlum glæðum því viðtökur vefsins frá því að við fórum aftur í loftið hafa verið með miklum ólíkindum því nú þegar heimsækja vefinn á milli 1500 og 2000 lesendur daglega. Við eigum líka topp daga sem hafa farið yfir 5000 heimsóknir á einum degi og erum við bæði stolt og þakklát fyrir það.

Nokkrir fastir þættir hafa þegar hafið göngu sína. Má þar nefna „Ráðgjafahornið“ þar sem fagfólk um félagsleg mál situr fyrir svörum. Við hvetjum lesendur til að nýta sér það, fyrirspurnir má senda undir dulnefni. Sjá HÉR

„Sunnlendingurinn“ er annar þáttur sem nú þegar hefur hafið göngu sína. Það er alltaf jafn áhugavert að fylgjast með hinum ýmsu viðfangsefnum fólks sem hleypt hefur heimdraganum og er að hasla sér völl á nýjum vettvangi.

Þá höfum við haft samband við nokkra öfluga bloggara sem hafa næmt nef fyrir samfélags umræðunni og eru liprir með pennann og munu á komandi mánuðum halda okkur við efnið. Margt, margt fleira er á döfinni sem skemmtilegt verður að fylgjast með. Nú sem fyrr er þetta ÞINN vefur og tökum við fagnandi á móti ábendingum og pistlum frá lesendum okkar (sendist til ritstjóra á netfangið fjola@sudurland.net).

Veraldarvefurinn býður upp á nær því óendanlega möguleika þegar kemur að því að kynna vörur og þjónustu fyrirtækja. Fréttavefur Suðurlands býður upp á fjölbreyttar auglýsingaleiðir sem henta öllum stærðum og gerðum fyrirtækja, enda búum við svo vel að hafa í okkar hópi aðila sem hve gleggst þekkja til þeirra mála cialis. Auk hefðbundinna „banner“ auglýsinga bjóðum við upp á skráningu á þjónustu, auglýsingar á myndböndum og m.fl.

Við munum svo sannarlega brjóta blað í sögu netauglýsinga þegar kemur að verðlagningu, virkni og árangri auglýsinga okkar. Sendu fyrirspurn á auglysingar@sudurland.net ef þú vilt auglýsa á vefnum.
Eigandi vefsins er Ólafur Þór Ólafsson
olafur@sudurland.net

Ritstjóri og ábyrgðarmaður vefsins er Fjóla Einarsdóttir
fjola@sudurland.net


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*