FSu mætir Stjörnunni í Iðu

FSu mætir Stjörnunni í Iðu

Körfuboltalið FSu mætir Stjörnunni á fimmtudaginn kemur í Iðu klukkan 19:15. Leikurinn er fyrsti heimaleikurinn á nýju ári en FSu tapaði illa fyrir ÍR-ingum á útivelli í síðustu viku eftir gott ról í fyrri umferðum deildarinnar. Stjarnan er í þriðja sæti sem stendur með 18 stig eftir 13 umferðir í Dominosdeild karla en FSu situr í næstsíðasta sæti með 6 stig. Við hvetjum alla til þess að mæta í Iðu á fimmtudaginn og hvetja strákana í baráttunni í deildinni.

Körfuknattleiksfélag FSu

Comments are closed.