Furðufiskar til sýnis í leikskólanum Óskalandi

Furðufiskar til sýnis í leikskólanum Óskalandi

Kristófer Jónsson og Eiríkur Gíslason skipsverjar á Höfrungi III.

Kristófer Jónsson og Eiríkur Gíslason skipverjar á Höfrungi III.

Kristófer Jónsson og Eiríkur Gíslason skipverjar á frystitogaranum Höfrungi III héldu heljarinnar furðufiska sýningu í leikskólanum Óskalandi í Hveragerði í dag, krökkunum til mikillar gleði og ánægju. Þeir fræddu krakkana um hvað fiskarnir heita, hvað þeir borða og hvernig þeir lifa í sjónum.

Úrvalið af fiskum og krabbadýrum sem þeir sýndu var mjög fjölbreytt, meðal annars var bláháfurinn sem veiddist rétt fyrir utan Þorlákshöfn á dögunum til sýnis. Bláháfurinn er samkvæmt þeim gagnaskrám sem halda utan um hákarlaárásir meðal tíu hættulegustu hákarla í heiminum í dag.

Þetta er fjórða árið í röð sem þeir halda sýningu í leikskólanum Óskalandi en þeir hafa stundað þetta seinustu átta ár að gleðja leikskólabörn með fræðslu um íbúa hafsins. Þeir safna saman mismunandi tegundum af fiskum og krabbadýrum sem þeir veiða, cialis superactive frysta þá þegar í land er komið og eiga svo gott safn fyrir skemmtilegar sýningar. Því furðulegri kvikindi sem þeir finna því skemmtilegra segja þeir. Glæsilegt framtak hjá þessum hressu og skemmtilegu sjómönnum.

One Comment

  1. Þetta er aldeilis upplifelsi hjá börnunum að sjá þessar furðuskepnur 🙂