Fyrirvaralaus uppsögn skólastjóra Flóaskóla veldur úlfúð.

Fyrirvaralaus uppsögn skólastjóra Flóaskóla veldur úlfúð.

Anna Gréta Ólafsdóttir fráfarandi skólastjóri Flóaskóla ásamt dætrum sínum. (mynd fb)

Ólga meðal starfsmanna Flóaskóla vegna fyrirvaralauss brottrekstrar skólastjórans Önnu Gretu Ólafsdóttur, í síðustu viku.
“Með einhverju móti þarf að sýna kjörnum fulltrúum að þeir eru “kjörnir fulltrúar” og geta ekki að eigin geðþótta gripið inn í líf og athafnir fólks þegar og eins og þeim sýnist.” sagði einn starfsmanna Flóaskóla í samtali við Fréttavef Suðurlands. En óhætt er að segja að uppsögn skólastjórans hafi komið kennurum og öðru starfsfólki skólans verulega á óvart. “Það er mikil og almenn samstaða með Önnu Grétu í þessu máli, bæði meðal starfsfólks skólans og kaupa almennt viagra á netinu einnig meðal foreldra barna, sem ég hef hitt síðan við fréttum af þessari uppsögn”.

Með fyrirvaralausri uppsögn (brottrekstri) hlýtur maður að gefa sér að ástæðan hafi verið ærin. Það er hinsvegar fráleitt að gefa hana ekki upp. Hér er um að ræða starfsmann í opinberu starfi og ótækt að kjörnir fulltrúar neiti að gefa upplýsingar þegar upp kemst um svo alvarleg brot að víkja þurfi starfsmanninum fyrirvaralaust úr starfi.

Í fundargerð Flóahrepps er hvergi að finna umfjöllun sem ákvörðunin um brottrekstur Önnu Gretu Ólafsdóttur, fráfarandi skólastjóra byggir á. En þar er hinsvegar að finna eina færslu sem merkt er “trúnaðarmál”. Sagði viðmælandinn ennfremur.

Ekki er hægt að fjalla um það sem maður ekki veit. En hitt er vitað og er öllu fólki aðgengilegt að samkvæmt lögum um ráðningu og skyldur skólastjóra, ber sveitarstjórn að áminna skólastjóra hafi hann gerst brotlegur í starfi sínu. Samfara þeirri áminningu ber að gefa honum tækifæri til andmæla og skýra sitt mál. Sé brot hinsvegar ítrekað og enga breytingu að sjá á því háttarlagi skólastjórans sem áminnt var fyrir getur sveitarstjórn sagt honum upp störfum.

Eydís Þ. Indriðadóttir, Sveitarstjóri Flóahrepps segist enga aðkomu hafa að uppsögn skólastjórans Önnu Grétu Ólafsdóttur, aðra en þá að hún framfylgi fyrirmælum sveitarstjórnar.

Í samtali við Eydísi Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóra Flóahrepps. vegna málsins vildi hún engar upplýsingar gefa um ástæður uppsagnarinnar og bar fyrir sig trúnaði við sveitarstjórn og starfsmenn skólans. blm. innti hana þá eftir upplýsingarskyldu við almenning, þegar mál af þessu tagi kæmu upp. Hún sagði að foreldrum barna í skólanum verði send fréttatilkynning um þetta atvik, þar sem meðal annars yrðu íbúar áminntir um að gæta að framferði sínu og orðfari í umfjöllun um málið til verndar nemendunum. Það væru jú velferð barnanna sem mestu máli skipti. Sagði Eydís ennfremur.

Í samtalinu við blaðamann bar Eydís af sér að Anna Greta hafi verið rekin og áréttaði að uppsögn væri annað en brottrekstur. Henni hafi verið sagt upp störfum og sér þyki leitt ef Anna Greta kýs að túlka það með öðrum hætti.

(Seinna í samtalinu kom hinsvegar fram að hún, Eydís Þ. Indriðadóttir hafi daginn eftir verið “sett” skólstjóri tímabundið eða þar til að aðstoðar skólastjóri gæti tekið við. -innskot blm)

Aðspurð um samskipti sín við Önnu Grétu í starfi skólastjóra sagði Eydís að þau hafi verið góð. Auðvitað hafi komið upp meiningamunur sem þær hafi þó ávallt leyst í sameiningu á farsælan hátt.

Árni Eiríksson oddviti Flóahrepps, bar við að um trúnaðarmál væri að ræða og hann ræddi þau ekki við fjölmiðla.

Eydís sagði að ágreiningur hafi ekki verið meiri á milli skólastjórans og fulltrúa sveitarstjórnar en vænta má um svo stóran þátt í starfsemi sveitarfélagsins.

Árni Eiríksson oddviti Flóahrepps, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið og bar við trúnaði. Þegar blm. innti hann eftir því af hverju lögbundnu ferli á uppsögn skólastjóra, þ.e. um áminningu, andmælarétt og tækifæri til betrunar hafi ekki verið fylgt. Svaraði hann því til að hann væri ekki til viðræðu við fjölmiðla um þetta mál.

Skv. yfirlýsingu sem Anna Greta Ólafsdóttir, birti á Facebook síðu sinni kemur skýrt fram að hún fékk ekki áminningu, og þar af leiðandi hvorki tækifæri til að verja sig eða rökstyðja sinn málstað.

Ekki fengust svör við því við hvern væri verið að verja trúnað þegar sveitarstjóri og oddviti sveitarstjórnar neita að gefa upp ástæður þess að ekki var farið eftir lögboðnum verkferlum við uppsögn Önnu Gretu Ólafsdóttur skólastjóra Flóaskóla.

blm.
Ólafur Þór Ólafsson

Comments are closed.