Gæsaveiðimenn fundu sverð sem gæti verið 1000 ára gamalt

Gæsaveiðimenn fundu sverð sem gæti verið 1000 ára gamalt

Sverðið sem Árni Björn Valdimarsson fann er komið á Minjastofnun til greiningar og varðveislu.

Sverðið sem Árni Björn Valdimarsson fann er komið á Minjastofnun til greiningar og varðveislu.

Árni Björn Valdimarsson fann sverð í Skaftárhreppi á Suðurlandi skammt frá Hrífu­nesi sem gæti verið frá árunum 900-1000. Hann var á gæsaveiðum ásamt félögum sínum þegar hann sá sverðið. Það lá í sandinum viagra online eins og það hafi verið að bíða eftir að finnast að sögn Árna og samferðamanna hans.

Þeir telja einnig að það væri ekki ólíklegt að fleira væri að finna þarna en nákvæma staðsetningu sverðsins má ekki gefa upp fyrr en rannsókn hefur farið fram.

Af hverju þetta sverð var þarna enn eða hver hefur átt það er skemmtileg ráðgáta sem vonandi fást einhver svör við. Fréttavefur Suðurlands mun fylgjast náið með málinu.

One Comment