Gyðjutónleikar á Eyrarbakka

Gyðjutónleikar á Eyrarbakka

Úní og Heloise Pilkington

Úní og Heloise Pilkington

Tónlistarkonurnar Heloise Pilkington og Úní munu halda tónleika í Óðinshúsi á Eyrarbakka föstudagskvöldið 2. september kl. 20:00. Tónlist þeirra er tileinkuð hinum heilaga kvenkrafti. Yfirskrift tónleikanna er „Móðir – Gyðja – Systir“ og líta þær á þá sem ákall til gyðjunnar, athöfn eða bæn til móður, systur og gyðju. Heilun fyrir móður jörð þar sem orka Íslands og Englands sameinast í mögnuðum seið. 

Heloise Pilkington er tónlistarkona frá Glastonbury í Englandi. Hún er Prestynja Avalon og hefur samið tónlist tileinkaða gyðjunni í þó nokkur ár. Hún gaf út plötuna Lady of Avalon, sem hefur vakið mikla lukku um víða veröld. Tónlist hennar er undir áhrifum þjóðlagatónlistar Bretlandseyja.

Tónlistar- og seiðkonan Unnur Arndísar eða Úní, eins og hún kallar sig, semur tónlist tileinkaða gyðjunni og hinum helga kvenkrafti. Úní hefur tileinkað líf sitt gyðjunni og lítur á tónlist sína sem leið til opnunar við hinn magnaða kvenkraft. Úní hefur í þó nokkur ár leitt helgar athafnir til heiðurs gyðjunni í Móðurhofi á Stokkseyri.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér tónlist þeirra nánar geta skoðað heimasíður þeirra á eftirfarandi slóðum; Uni og Heloise Pilkington.

Comments are closed.