Harpa Rut ÍAK einkaþjálfari

Harpa Rut ÍAK einkaþjálfari

11008542_883584681700206_1845918200078497526_n

Harpa Rut er ÍAK einkaþjálfari og þjálfari hjá Kraftbrennzlunni á Selfossi

Sunnlendingurinn Harpa Rut Heiðarsdóttir lauk ÍAK einkaþjálfaraprófi frá Íþróttaakademíu Keilis árið 2013 og hefur síðan þá, meðal annars haldið námskeið, verið með stuðningshópa og nýtt alla helstu samfélagsmiðla til að dreifa jákvæðni og lífsgleði varðandi þau verkefni sem við þurfum að takast á við í lífinu.

Einkaþjálfaranámið hefur meðal annars skilað Hörpu Rut meiri þekkingu um líkamlega heilsu, mataræði og markmiðasetningu. Áhugi hennar fyrir að vilja miðla þekkingu sinni og reynslu jókst eftir því sem lengra leið á námið og hefur Harpa Rut verið hvatning fyrir marga að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl.  Hún hefur með þrautseigju, jákvæðni og vilja náð mjög góðum árangri varðandi eigin líkamlega heilsu og hefur fyrir vikið innsýn og skilning inn í hugarheim margra sem eiga erfitt með að taka fyrstu skrefin í átt að heilbrigðari lífsstíl.

Harpa Rut leggur áherslu á að fólk setji sér raunhæf markmið og áætlun um hvernig unnið skal að þeim. Lífsstílsbreyting er ekki spretthlaup heldur er um að ræða langtíma verkefni þar sem stöðugt má bæta sig. Það getur verið barátta að halda sig við efnið og þá er oft gott að hafa stuðning og ráðgjöf.

12565480_1002974363094570_7426595709587154901_n

Harpa Rut er með ýmsan fróðleik á Snapchat.

Harpa Rut hefur verið vinsæll pistlahöfundur og skrifar meðal annars á facebook síðu sinni, Heilræði og Lífsstíll um allt sem tengist heilsu og heilbrigðum lífsstíl, til dæmis mataræði, fæðubótaefni, markmiðasetningu og æfingaprógrömm. Pistlar hennar munu birtast reglulega á Suðurland.net þar sem lesendur vefsins fá að njóta fróðleiks og fræðslu frá Hörpu Rut auk þess að geta sent til hennar fyrirspurnir.

Harpa Rut er að fara af stað með námskeið þann 12. mars þar sem áhersla verður lögð á hvatningu, aðhald, jákvæðni og lífsstíl. Um er að ræða fjögurra vikna hópnámskeið sem hentar öllum þeim sem vilja bæta lífsstíl sinn, vera í hvetjandi umhverfi og ná markmiðum sínum með stuðningi og hvatningu!

Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna á Facebooksíðunni  Heilræði & Lífsstíll eða hafa samband við Hörpu Rut í síma 869 8117.

Comments are closed.