Hvað er að frétta?

Hvað er að frétta?

Óvenjulegt matarboð

Óvenjulegt matarboð í Dakar

Nú er sumarið að líða undir lok, skólarnir að hefjast og fólk almennt að komast aftur í rútínu eftir gott sumarfrí. Norðurljósin voru með fegursta móti í gærkveldi og er það ákveðinn haustboði að sjá þau aftur eftir bjartar sumarnætur. Fréttavefur Suðurlands ætlar að koma sterkur inn í veturinn með áherslu á fréttir af mannlífi og menningu á Suðurlandi. Við hvetjum Sunnlendinga nær og fjær að senda greinar til okkar.

Þær geta fjallað um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum, viðburði sem félagasamtök, íþrótta- eða bæjarfélög standa fyrir, verið kynning á frambjóðendum fyrir komandi kosningar, óvenjuleg matarboð á framandi slóðum líkt og myndin hér að ofan sýnir glögglega og svo mætti lengi telja. Áhugasamir eru hvattir til að senda inn grein ásamt lýsandi mynd til ritstjóra á netfangið fjola@sudurland.net.

One Comment

  1. Þetta hefur verið magnað upplifelsi 🙂