Hvað gerðist eiginlega…?

Hvað gerðist eiginlega…?

Posted by

happy-child-in-the-field-free-desktop-wallpaper-598x336Hvar er glaðlynda og fjöruga stelpan mín?  Hvað varð um uppátækjasama skemmtilega strákinn minn? Af hverju er hann hættur að fara út í fótbolta? Af hverju er hún hætt að fara handahlaupum eftir ganginum, hætt að valhoppa syngjandi heim úr skólanum…? Hvað gerðist eiginlega í lífi barnsins! Hvað varð til að hegðun barnsins breyttist skyndilega?

Líkamsstarfssemi barna breytist á kynþroskaaldrinum. Hormónabreytingarnar hafa áhrif á skapið og barnið breytist, þetta hafa margar rannsóknir sýnt fram á og verður ekki farið í frekari útskýringar hér.

Foreldrar verða oft ráðþrota á þessu tímabili, tala um að þeir þekki ekki lengur barnið sitt, ráði ekki við það og skilji það ekki. Barnið er allt í einu farið að sýna hegðun sem það sýndi ekki áður, farið að brjóta reglur og virðist vera á einhverju mótþróaskeiði. Foreldrar bregðast oft illa við þessum hegðunarbreytingum, fara að æsa sig við barnið, setja þeim úrslitakosti ef það fer ekki eftir reglum eða bætir hegðun sína. Setningar eins og „hvað gengur eiginlega að þér krakki“, „þú gerir bara eins og þér er sagt“, eða „þú skalt ekki voga þér að tala svona við mig“, heyrast oft í háum tóni rétt áður en hurðum er skellt. Eftir slík samskipti situr barnið reitt inni í herbergi, með hraðan hartslátt og hugsar ekki fallegar hugsanir til foreldrisins. Inni í eldhúsi er foreldrið með tárin í augunum, svekkt út í sjálft sig yfir 54fe39c6a5dea-mom-yelling-at-teen-daughter-1110-s3að hafa misst stjórn á skapi sínu, hugsi yfir því hvaða aðferðum skal beita á barnið og fær jafnvel tilfinninguna að því hafi mistekist uppeldishlutverk sitt.

Því miður held ég að allt of margir foreldrar kannist við þessar aðstæður. Að hafa átt í háværum samskiptum við barnið sitt þar sem hvorki var verið að hlusta né segja neitt af viti. Samskiptin voru að mestu neikvæðar athugasemdir varðandi hvort annað, „þú ert… og þú ert…“

Og hvað er hægt að gera?
Lausnin er ekki flókin en hún getur þó krafist heilmiklar sjálfskoðunar og viðurkenningar á eigin göllum. Lausnin felst í því að tala saman en ekki garga á hvort annað. Foreldrið verður að taka ábyrgð á eigin hegðun og bæta hana. Það getur ekki talist góð hegðun foreldris sem fyrirmyndar í samskiptum, að öskra á barnið sitt.
Forelrið þarf að eiga samtal við barnið, spyrja og hlusta. Gefa barninu leyfi til að segja hvernig því líður án þess að dæma eða gera lítið úr tilfinningum þess. Spyrja hvað sé um að vera í lífi þess, spyrja um vinina, spyrja um skólann, námið, íþróttirnar. Barnið þarf að vita og finna að foreldrið er til staðar og sé tilbúið að hlusta og viðurkenna tilfinningar þess. Foreldrið þarf ekki að kunna lausn við öllum vandamálum barnsins. Oft felst lausnin einmitt í því að bara hlusta, viðurkenna og vera til staðar.

Ef fyrsta tilraun heppnast ekki og barnið jafnvel neitar að tala og segir foreldrinu  að drullast út úr herberginu, er ekki endilega öll von úti. Barnið er kannski ekki tilbúið að opna fyrir tilfinningar sínar strax en eftir því sem það finnur betur að foreldrið er tilbúið að hlusta án þess að dæma, skapast traustur grundvöllur fyrir góð samskipti.

Comments are closed.