Jarðhitasýning í Hellisheiðavirkjun vel sótt

Jarðhitasýning í Hellisheiðavirkjun vel sótt

Jarðhitasýning ON í Hellisheiðarvirkjun veitir innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi.

Jarðhitasýning ON í Hellisheiðarvirkjun veitir innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi.

Á laugardaginn sl. var haldinn fjölskyldudagur Orku náttúrunnar í Hellisheiðarvirkjun. Mikill fjöldi fólks mætti, eða vel á fjórða hundrað manns, og fékk að fræðast um nýtingu jarðvarma á Íslandi.

Kynnt voru nýstárleg uppgræðsluverkefni Orku náttúrunnar á Hellisheiði og uppbygging á innviðum fyrir rafbíla, hvernig jarðhiti er nýttur og hvernig jarðhitagasi er breytt í grjót svo fátt eitt sé nefnt.

Gleðipinnarnir Sveppi og Villi mættu á svæðið, tóku lagið og kitluðu hláturtaugar viðstaddra með húmor sínum og smitandi gleði.

Jarðhitasýning Orku náttúrunnar er opin alla daga frá kl. 09:00-17:00, árlega koma um 100 þúsund manns á sýningar ON og fá að fræðast um hvernig jarðvarmi er nýttur á Íslandi.

Comments are closed.