Jólasýning fimleikadeildar Stokkseyrar

Jólasýning fimleikadeildar Stokkseyrar

fimleikarJólasýning fimleikadeildar Stokkseyrar verður haldin á sunnudaginn kemur, 11.desember. Tvær sýningar verða í ár, sú fyrri hefst klukkan 13:00 og sú seinni klukkan 14:15.

Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna en frítt er fyrir börn. Allur ágóði rennur beint til tækjakaupa fyrir deildina.

Krakkarnir hafa æft af kappi í haust og munu sýna árangur æfinganna. Fólk er hvatt til þess að koma og njóta sýninganna.

Comments are closed.