Baldvinsskáli.

Baldvinsskáli.

Kata skálavörður í Baldvinsskála

 

Kata skálavörður og hundurinn Tópaz.

Kata skálavörður og hundurinn Tópaz.

Töfrandi landslag og ólýsanleg fegurð blasir við þeim sem leggja leið sína inn í Þórsmörk. Litadýrð náttúrunnar í öllu sínu veldi tekur fagnandi á móti manni og kyrrð fjallanna róar hugann. Straumur ferðamanna eykst frá ári til árs enda fáir sviknir sem leggja leið sína þangað. Gönguleiðir yfir Fimmvörðuháls frá Þórsmörk yfir í Skóga eða frá Skógarfossi að Básum eru afar vinsælar og hefur verið unnið markvisst að því að gera aðbúnað göngumanna góðan.

Góður skáli er þar fyrir þá sem vilja gista inni enda skálinn oftar en ekki mikið skjól fyrir hrakið og þreytt fólk þegar veður breytist skyndilega, líkt og við Íslendingar þekkjum svo vel. Fréttavefur Suðurlands náði tali af Katrínu Stefaníu Klemenzardóttur, skálaverði í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi, og fékk að skyggnast inn í líf skálavarðarins.

Katrín, eða Kata eins og hún er alltaf kölluð, er fædd í Reykjavík 1959 en flutti á Selfoss aðeins nokkra mánaða gömul og hefur búið þar að mestu síðan. Kærastinn hennar heitir Karl Birgir og hafa þau verið saman í 10 ár. Hún á fjögur uppkomin börn, þrjú tengdabörn og dásamlegan ömmustrák. Hún er sjarmerandi og lífsglöð kona sem umvefur mann með hlýju sinni.

Aðspurð að því hvernig það kom til að hún ákvað að vinna sem skálavörður svaraði hún „sumarið 2009 var ég atvinnulaus. Bróðir minn frétti að það vantaði starfsmann í Húsadal í Þórsmörk og hafði samband við mig. Ég byrjaði í Húsadal 2009 en flutti mig svo um sel og hef verið hèr síðustu tvö sumur. Skálinn liggur hèr milli tveggja jökla, Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls. Návígið við náttúruöflin er mikið.“ Hvert tímabil er um þrír mánuðir og er Kata meira og minna á fjöllum þann tíma. Hlutverk hennar er að halda skálanum hreinum og umhverfinu í kringum hann snyrtilegu, taka á móti fólki sem kemur og rukka þá þjónustu sem greiða þarf fyrir.

Aðbúnaður hennar er þokkalegur að eigin sögn, hún hefur sérherbergi sem reyndar er pínulítið en nægilegt afdrepi fyrir hana. Aðra aðstöðu notar hún með gestum, líkt og eldavél og útikamar. Hún er eini vörðurinn í skálanum en segist aldrei vera ein því hundurinn hennar vaktar skálann með henni og straumur ferðamanna er mikill. „Það er alltaf nóg af fólki að gista, það geta 20 gist í einu í skálanum en ef veður er kolvitlaust troðum við frekar en að fólk verði úti.“

Baldvinsskáli.

Baldvinsskáli.

Kata segir ferðamannahópinn mjög fjölbreyttan á breiðu aldursbili „það koma allar gerðir ferðamanna til mín. Frá öllum heimshornum og allur aldur. Yngsti sem kom hér gangandi sjálfur er fimm ára en sá elsti 76 ára. Það skemmtilegasta við starfið er kaupa almennt viagra á netinu að hitta alla þessa flóru fólks sem hér kemur. Maður lærir alveg ótrúlega mikið um önnur lönd. Það er líka skemmtilegt að heyra aftur frá fólkinu og hef ég fengið einstaklega hugljúfa tölvupósta frá fólki sem hefur gist hér og langar að þakka fyrir sig.

Hér kom t.d. fólk í vikunni sem gist hafði í fyrra i brjáluðu veðri. Ég hafði veitt húsaskjól þó fullt væri. Þetta var kona á mínum aldri og tvö börn hennar. Núna komu systkinin aftur með vinum sínum og færðu mèr fallega nælu sem þau keyptu handa mèr í Tyrklandi og pela af eðal víni og sögðust hugsa til mín alla daga. Mamma þeirra talar alltaf um engilinn á Íslandi.“ Lífsmottó skálavarðarins er að „brosa, brosa, brosa. Láta fólk finna að það sé velkomið, að því líði vel og fylgja því eftir með því að óska góðrar ferðar og biðja það að fara varlega.“

Sjáið jökulinn loga.

Sjáið jökulinn loga.

Að lokum bendir Kata á að „ferðaþjónustufyrirtæki verða að átti sig á því að það kostar pening að græða pening. Allir þessir ferðamenn gefa mikið í aðra hönd og því þarf að halda stöðum eins og þessum hér í góðu lagi. Það kostar auðvitað en gerir alla glaðari og jákvæðari að greiða uppsett verð.“

Það er nú örugglega ljúft að koma í skálann til hennar Kötu eftir langa göngu um Fimmvörðuhálsinn, þá sérstaklega þegar bæði blautt og kalt er úti sem oft vill verða á fjöllum. Fréttavefur Suðurlands þakkar Kötu fyrir viðtalið og óskar henni velfarnaðar í starfi.

 

 

 

Comments are closed.