KIDS SAVE LIVES

KIDS SAVE LIVES

Unglingadeildin Brandur fór í Grunnskóla Hornafjarðar þann 5. Apríl og var með endurlífgunarkennslu fyrir börn í 7-9. bekk.

Þetta er gert í anda verkefnis sem verið er að framkvæma víða um heim sem nefnist “KIDS SAVE LIVES”.

Kjarni þessa verkefnis er að kenna börnum frá 12 ára aldri endurlífgun árlega, helst sem hluti af skólaskyldunni, og þannig stuðla að því að fleiri fullorðnir kunni rétt viðbrögð þegar á reynir. Ekki nóg með það að börn alist upp með þessa kaupa xenical á netinu þekkingu og læri að bregðast rétt við, heldur smitar áhuginn út frá sér og til þeirra sem eru í þeirra nánasta umhverfi.

Þetta verkefni hefur verið keyrt í Danmörku í þónokkur ár. Strax eftir 5 ár kom í ljós að hemingi fleiri í hjartastoppi fengu endurlífgun en áður og þriðjungi fleiri lifðu af.

Við í Björgunarfélagi Hornafjarðar / Unglingadeildinni Brand, langar að þetta verði árlegur viðburður hér á Hornafirði og vonum að þetta smitist út til annarra sveitafélaga. Draumurinn er að sjálfsögðu að endurlífgun verði að skólaskyldu í framtíðinni á Íslandi.

Þetta verkefni er stutt af WHO eða alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á www.kids-save-lives.eu

 

Comments are closed.