Kjarasamningur grunnskólakennara undirritaður

Kjarasamningur grunnskólakennara undirritaður

samningar-kennararSamninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara undirrituðu nýjan kjarasamning rétt í þessu. Samningurinn gildir frá 1. desember 2016 til 30. nóvember 2017.

Þetta er þriðji samningurinn sem kennarar undirrita á árinu en hinir tveir hafa verið felldir af meðlimum Félags grunnskólakennara.

Þó nokkrir kennarar hafa sagt upp störfum vegna kjaradeilunnar og hótuðu kennarar að ganga út á morgun kl. 12:30 ef samningar tækjust ekki í dag. Á heimasíðu kennarasambands Íslands kemur fram að það sé von samningsaðila að þeir grunnskólakennarar sem þegar hafa sagt starfi sínu lausu endurskoði þá ákvörðun.

Samningurinn fer nú í kynningu meðal grunnskólakennara og sveitarstjórnarmanna. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir mánudaginn 12. desember.

Í næstu viku verður hald­inn fund­ur hjá rík­is­sátta­semj­ara með Fé­lagi tón­list­ar­kenn­ara og Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga en samn­ing­ar tón­list­ar­kenn­ara hafa verið laus­ir í rúmt ár.

Comments are closed.