Leita að manni við Ölfusá

Leita að manni við Ölfusá

Umfangsmikil leit stendur nú yfir við Ölfusá á Selfossi, en talið er að karlmaður hafi fallið í ána í nótt. Tilkynning barst lögreglu klukkan tuttugu mínútur í þrjú í nótt og upphófst þá leit að manninum við árbakka Ölfusár, en bíll hans fannst skammt frá Selfosskirkju.
Um fjörutíu manns hafa komið að leitinni, frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum á Suðurlandi. Þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis verið notuð við leitina, en hún hefur flogið nokkrum sinnum yfir svæðið og hefur notað hitamyndavélar og nætursjónauka við leitina. Leit að manninum hefur ekki borið árangur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er gert ráð fyrir liðstyrk frá björgunarsveitum í Reykjavík í birtingu, þegar aukinn þungi verður færður í leit að manninum.

ruv.is greinir frá

Comments are closed.