Listasafn Árnesinga – Fullveldisdagurinn

Listasafn Árnesinga – Fullveldisdagurinn

listasafnÍ dag, 1. desember, kl. 17:00 efna Bókasafnið í Hveragerði og Listasafn Árnesinga til sameiginlegrar dagskrár í Listasafninu undir yfirheitinu LISTASTUND.

Þá munu rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Ásdís Thoroddsen, Guðmundur Óskarsson, Guðrún Eva Mínervudóttir og Gyrðir Elíasson lesa úr nýjum bókum sínum, Lay Low flytja fáein lög og Inga Jónsdóttir safnstjóri segja frá nýopnaðri sýningu, Nautn – Conspiracy of Pleasure.

Notaleg stund við kertaljós, heitt á könnunni og piparkökur. Aðgangur er ókeypis.

 

Comments are closed.