Litakóða fyrir Kötlu verið breytt úr grænu í gult

Litakóða fyrir Kötlu verið breytt úr grænu í gult

katlaÖflug jarðskjálftahrina er nú í gangi í eldstöðinni Kötlu. Hún hófst í gærmorgun en mesta virknin í hrinunni hófst í hádeginu í dag kl. 12:02 með nokkrum skjálftum sem voru allir M3 eða stærri.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er þó engin gosórói sýnilegur en vegna óvenju mikillar virkni hefur litakóða fyrir Kötlu verið breytt úr grænu í gult.

Gult þýðir að eldstöðin sýni merki um meiri virkni umfram venjulegt ástand. Upplýsingar um merkingu litakóða má sjá hér.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að „[t]æplega 280 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni 18-25. september. Flestir, eða rúmlega 230 mældust á niðurdælingarsvæði Orkuveitunnar við Húsmúla á Hellisheiði. Hrinan sem hófst í fyrra viku hélt áfram í þessari viku.

Þrír skjálftar í hrinunni voru stærri en 2,0. Stærsti skjálftinn var 3,0 að stærð, þann 19. september kl 18.41 við Hellisheiði. Skálfti af stærð 2,9 varð 25. september kl 12:31 með upptöku nálægt Hveragerði.

Skjálftinn fannst vel í Hveragerði. Þrir skjálftar mældist við Heklu, sá stærsti var 1,1 að stærð þann 20. september kl 09:43. Tæplega 40 skjálftar urðu á Suðurlandsbrotabeltinu, allir undir 1,1 að stærð.“

Comments are closed.