Lokun Landeyjahafnar!

Lokun Landeyjahafnar!

herjólfurVegagerð ríkisins í samvinnu við samgönguráðherra hefur ákveðið að ekki verði gerðar fleiri tilraunir til að halda Landeyjahöfn opinni.

Dýpkunarskipið Pinta sem fengið var til alndsins fyrir nokkru hefur lítið sem ekkert getað athafnað sig í höfninni sem nú má teljsast að sé full af sandi. Skipið verður sent utan á ný og tilraunum til hreinsunar hafnarinnar hætt.

Það er því ljóst að Herjólfur mun taka upp reglubundnar siglingar til Þorlákshafnar á ný.

Óvissa er um hver afdrif aðstöðunnar í Landeyjarhöfn verður en kostnaður við byggingu hafnarinnar og viðhald hefur farið verulega framúr áætlunum á liðnum árum.

elliði vignissonElliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir ákvörðunina vera fráleita. Fjöldi fyrirtækja í Vestmannaeyjum hafa lagt í miklar fjárfestingar á undanförnum misserum og árum vegna aukningar ferðafólks til eyja með tilkomu hafnarinnar. Það sér fjarri því að fullreynt sé að ganga þannig frá við höfnina að hægt sé að nota hana til frambúðar, sagði Elliði.

Fjöldi Vestmannaeyinga og annarra sem hagsmuna eiga að gæta hafa ákveðið að efna til mótmælastöðu við landgang Herjólfs í Þorlákshöfn kl. 16:00 í dag. En skipið hefur siglt sína síðustu ferð í Landeyjarhöfn.

One Comment

  1. Ólafur Guðmundsson says:

    Mér lýst vel á þetta búið að henda miljarði í að moka sandi eins og bakkabræður gerðu forðum.Ég hef sagt það áður,að þetta verður aldrei annað en minnismerki um framkvæmd sem fyrirfram var glötuð,Verkfræðilegt slys.Lok lok og læs og allt í plati.