Maðurinn talinn af.

Maðurinn talinn af.

Rúmlega hundrað manna lið björgunarsveitarmanna og lögreglu leituðu annan daginn í röð á og við Ölfusá, að Guðmundi Geir Sveinssyni, sem nú er talinn af, samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Selfossi.

Leitað var frá Ölfusárbrúnni og niður að sjó og með fram ströndinni beggja megin ósanna í dag. Leitað var fram í myrkur meðfram ströndinni beggja vegna ósanna og niður að sjó.

Leitinni verður haldið áfram næstu daga þó dregið verði verulega úr umfangi hennar.

Guðmundur Geir var fæddur 13. apríl 1974 til heimilis að Kringlumýri 4 á Selfossi. Hann var ókvæntur og barnlaus.  Faðir hans og bræður hafa óskað eftir því að koma á framfæri einlægum þökkum sínum til björgunarsveitarmanna auk allra þeirra sem lagt hafa lið við leitina.

Byggt á frétt ruv.is

Comments are closed.