Myndin sýnir hugmyndir að miðbæjarskipulagi sem Einar Elíasson lét gera og kynnti árið 2002

Myndin sýnir hugmyndir að miðbæjarskipulagi sem Einar Elíasson lét gera og kynnti árið 2002

Nýtt miðbjarskipulag á Selfossi

Einar Elíasson, birti færslu á FB:

Einar Elíasson, athafnamaður og íbúi á Selfossi

Einar Elíasson, athafnamaður og íbúi á Selfossi

“Í tilefni þess að nú fer fram kynning á nýju miðbæjarskipulagi á Selfossi vil ég koma á framfæri þeim hugmyndum að nýjum miðbæ sem ég lagði fram á árunum 2002 til 2003. Um afdrifaríka ákvörðun er að ræða og langar mig að sýna þann mun sem er á þessum tillögum.

Með því vil ég alls ekki kasta rýrð á þá góðu viðleitni tillöguhafa að stuðla að skipulagi sem dregið getur að erlenda ferðamenn sem fái að líta fortíðina augum. Það er hins vegar ekki raunveruleikinn eða saga Selfoss. Miklu vænlegra væri að koma slíkri húsaþyrpingu löngu horfinna bygginga víðs vegar frá fyrir í fyrrum höfuðstað héraðsins á Eyrabakka, það er ef á annað borð yrði ráðist í slíka framkvæmd með ferðaþjónustuna í huga.

Þó búseta og saga Selfossbæjanna nái langt aftur varð það ekki fyrr en á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar að vísir að þéttbýli tók að myndast við Selfoss. Eiginleg uppbygging fyrir alvöru á fimmta og sjötta áratugnum. Selfoss er í þeim skilningi nýtt samfélag og á að vera nútímalegur höfuðstaður á Suðurlandi.

Ég vil einnig benda á fleiri staðreyndir í þessu mikilvæga máli. Sú tillaga sem ég lagði fram á árunum upp úr aldamótum tók á þekktum grundvallaratriðum góðs miðbæjarskipulags. Að hafa íbúðabyggð innan svæðisins í réttu hlutfalli við verslun og aðra atvinnustarfsemi og að skipulag umferðar og bílastæða og tenging svæðisins við bæinn sé góð. Nefna má að tillaga mín tók aðeins yfir hluta þess svæðis sem nú er undir. Það hefði því orðið hæfilega stór fyrsti áfangi nýs miðbæjar, og gefið tóninn um framhaldið og hvort áfram hefði verið haldið yfir Sigtúnssvæðið m.a. hvort miðbæjargarðurinn hefði staðið áfram.

Myndin sýnir hugmyndir að miðbæjarskipulagi sem Einar Elíasson lét gera og kynnti árið 2002

Myndin sýnir hugmyndir að miðbæjarskipulagi sem Einar Elíasson lét gera og kynnti árið 2002

Ég er þess fullviss að upphafleg drög sem ég lét vinna að miðbæjarskipulagi hefðu samsvarað sig bænum betur, betur en síðari tillögur okkar og í öllu falli mun betur en sú tillaga sem nú er uppi um að byggja framtíðarbæ ungra Selfyssinga og innkomuna í bæinn sem leiktjöld fortíðar.
Máli mínu til stuðnings birti ég hér mynd af tillögu minni síðan 2002.”

Nálgast má færsluna á FB HÉR

One Comment

  1. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert sérlega hrifin af þessu skipulagi, eða einna helst þessum háhýsum. Enn núverandi tillaga fellur mér illa í geð. Ég vil fá vel skipulagðan miðbæ með grænu svæði fyrir selfessinga, ekki ferðamenn. Ég stefni á að flytja á Selfoss fljótlega og mig langar að vera hreykin av bænum mínum og ekki þurfa að sækja verslun eða skemmtun annað enn í heimabyggð. Ég styð því tillöguna frá 2002.