Ökufantar í sviðsljósinu

Ökufantar í sviðsljósinu

catÓhætt er að segja að ökumenn á austanverðu eftirlitssvæði Lögreglunnar á Suðurlandi hafi farið full mikinn um nýliðna helgi og dagana þar á undan.

Þannig þurftu lögreglumenn á Höfn í Hornafirði að hafa afskipti af ökumanni vegna hraðaksturs. Ekki var það eina brot mannsins því hann var að auki kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum og að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn og fyrir að hafa í vörslum sínum ávana- og fíkniefni.

Þá var ungur ökumaður var kærður fyrir akstur utan vega í Skaftárhreppi í gær. Tilkynning barst til lögreglu á Kirkjubæjarklaustri að mannlaus bifreið væri út í miðri Geirlandsá við Prestbakka. Lögregla hóf eftirgrennslan. Umráðamaður bifreiðarinnar fannst fljótlega og viðurkenndi hann að hafa verið að aka um aura á svæðinu í eins konar rallakstri.

Lokst var það ökumaður pallbíls sem reyndi töggurnar í vinnubílnum og spólaði í hringi á malarplani á Flúðum með þeim afleiðingum að steinar lentu á annari bifreið með þeim afleiðinum að lakk á henni skemmdist.

Comments are closed.