Ölfaður flutningabílstjóri

Ölfaður flutningabílstjóri

Lögreglumenn á Höfn höfðu afskipti af vöruflutningabílstjóra aðfaranótt laugardags. Grunur vaknaði um að hann væri undir áhrifum ávana- eða fíkniefna.  Blóðsýni var tekið frá ökumanni sem sent verður til rannsóknar.  Í bifreiðinni fundust nokkrar plastflöskur sem innihéldu heimagert áfengi.  Hald var lagt á áfengið og  maðurinn verður kærður fyrir brot á áfengislögum og fyrir  akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna gefi niðurstaða blóðrannsóknar tilefni til þess.

Comments are closed.