Ósanngjarnt

Ósanngjarnt

Posted by

Ógeðslega Ósanngjarnt! 6281869-large

Dóttin tók á móti móður sinni með fýlusvip þegar hún sótti hana í skólann einn daginn. Móðirin spurði hvað væri að og byrjaði stelpan þá að segja henni hversu ömulegur dagurinn væri búinn að vera. Allt byrjaði þetta í íþróttatímanum þar sem farið var í leik með mjög  ósanngjörnum reglum. Ekki tók nú betra við þegar hún mætti í smíðakennslu, sem vanalega er hennar uppáhalds tími í skólanum, og hún hélt að kennarinn hafði leyft hinum hópnum eitthvað sem hennar hópur mátti ekki. Hún endaði frásögnina á að segja að sér fyndist hún ekki passa inn í skólanum og langaði ekkert að mæta aftur!

Móðirin benti henni á að frásögnin væri uppfull af neikvæðni og það væri allt öllum öðrum um að kenna hversu ömurlegur dagurinn hennar væri búinn að vera. Móðirin fór yfir jákvæðari hliðar og ræddi við hana hversu mikla orku hún væri að leyfa neikvæðninni að ræna sig. Hún varð hljóð í smá stund og pirruð yfir því að móðirin tæki jákvæðan pól í samtalið en samþykkti að lokum að kannski hafi hún verið óþarflega neikvæð.

Við þurfum að hjálpa börnunum okkar að velta hlutunum fyrir sér, sjá fleiri en eina hlið og að þau þurfi að axla ábyrgð á eigin hegðun og tilfinningum. Það er ríkt í okkur að kenna öðrum um líðan okkar en þegar við stöndum uppi einn daginn og upplifum að allt er ómögulegt í kringum okkur, allt er ósanngjarnt gagnvart okkur, allir eru ömurlegir og allt er leiðinlegt er kannski kominn tími til að líta í eigin barm og skoða hvort við þurfum að laga eitthvað hjá okkur sjálfum.

Það er ósanngjarnt að kenna öðrum um okkar ákvarðanir!

Comments are closed.