Ráðgjafahornið

Ráðgjafahornið

woman_in_shadow_by_isabellaspace-d5e7nppRáðgjafinn okkar, sem svarar fyrirspurnunum þinum er með mastergráðu í félagsráðgjöf og langa reynslu af störfum við félagsráðgjöf og sambærileg störf. Auk þess að vera fyrirlesari á námskeiðum um uppeldi, samskipti, sambandsmál, félagsráðgjöf og sjálfsefli.

Gefum ráðgjafanum okkar orðið:

Reynsla annarra getur oft gagnast okkur í þeim verkefnum sem við fáumst við hverju sinni og stundum þurfum við að geta spurt einhvern ráða, borið ákvarðanir okkar undir einhvern óháðan aðila sem sér málin með öðrum augum en vinir okkar og fjölskylda. Stundum þurfum við bara að fá einhvern til að hlusta, stundum þurfum við bara að koma tilfinningum okkar á blað og stundum erum við örvæntingarfull og leitum leiða til að bæta aðstæðurnar.

Aðstæður okkar eru ólíkar, dagleg verkefni okkar eru misjöfn og styrkur okkar til að takast á við lífið er misjafn. Stundum upplifum við okkur alein shadow-man-womanmeð vandamálin, að það skilji okkur enginn því það hafi enginn staðið akkúrat í sömu sporum og við. Stundum erum við í þeim sporum að okkur vantar hjálp en vitum ekki hvert við eigum að sækja hana.

Hefur þú spurningu, eitthvað sem þú ert að velta fyrir þér, vantar þig leiðbeiningar eða ráðgjöf? Sendu póst á netfangið radgjafahornid@gmail.com og ég geri mitt besta til að aðstoða þig.

Einnig máttu senda ábendingu um umræðu og eða umfjöllunarefni ef þú færð hugmynd eða enhvað málefni brennur á þér.

SENDU RÁÐGJAFANUM FYRIRSPURN HÉR

 

Comments are closed.