Sæbrá spilar í Skyrgerðinni í kvöld

Sæbrá spilar í Skyrgerðinni í kvöld

Hljómsveitin Sæbrá á sínum fyrstu tónleikum.

Hljómsveitin Sæbrá á sínum fyrstu tónleikum.

Hljómsveitin Sæbrá mun spila í þinghússalnum á kósíkvöldi í Skyrgerðinni í Hveragerði í kvöld, tónleikarnir hefjast klukkan sjö og er frítt inn.

Sæbrá skipa þær Dagný Halla Björnsdóttir (23 ára), Arianna Ferro (24 ára) og Sunna Friðjónsdóttir (22 ára). Stíllinn hjá þeim stöllum er bæði poppaður og rómantískur, stundum má einnig heyra snefil af rokki í sumum lögum. Söngur er mikið atriði í tríóinu og er lögð áhersla á raddaðan söng.

Þær eru allar mjög fjölhæfar tónlistarkonur sem notast við fjölmörg hljóðfæri í útsetningu laga sinna, svo sem gítar, píanó, raf- eða kontrabassa, þverflautu og ásláttahljóðfæri svo eitthvað sé nefnt. Að auki semja þær allar og útsetja lögin í sameiningu.

Sæbrá kom fyrst fram opinberlega þann 17.júní 2015 í Ráðhúsinu í Reykjavík og Eldborgarsal Hörpu þar sem áhersla var lögð á tónlist eftir íslenskar konur. Tríóið hélt svo sína fyrstu tónleika á Rósenberg þann 12.ágúst 2015 með góðri mætingu frábærra gesta úr öllum áttum. Síðan hefur bandið spilað víða og tekið þátt í ýmsum verkefnum, m.a. haldið tónleika í Reykjavík, Hveragerði og á Selfossi.

Þær leggja mikið upp úr röddun.

Þær leggja áherslu á raddaðan söng.

Aðspurð að því hvernig það hafi komið til að þær hafi stofnaði hljómsveitina sagði Dagný „Ég og Sunna vorum nágrannar á Akureyri frá 9 ára aldri, við byrjuðum snemma að spila og syngja saman. Ég kynntist svo Aríönnu þegar við vorum 12-13 ára, sem þá bjó í Hafnarfirði, í gegnum pabba minn og fósturpabba hennar. Þeir eru gamlir vinir sem voru saman í hljómsveitinni Kaktus.

Árið 2013 fékk ég þá frábæru hugmynd að stofna hljómsveit með þessum tveimur músíkölsku vinkonum mínum, sem þá þekktust ekki neitt. Þetta gekk eins og í sögu, við þrjár smullum saman og árið eftir (2014) var orðið band sem fékk nafnið Sæbrá vorið 2015.“

Það er vert að fylgjast vel með þessum mögnuðu stúlkum í framtíðinni, þeir sem vilja heyra tónlist þeirra geta hlustað á verk eftir þær með því að smella hér.

Skyrgerðin hefur náð að skapa einstaklega rómantískt og afslappað andrúmsloft.

Staðurinn er hannaður í gamla stílnum og hefur Skyrgerðin náð að skapa einstaklega rómantíska og aflappaða stemningu.

Aftur á móti þeir sem vilja sjá þær „live“ mæta hressir á tónleikana í Skyrgerðinni í kvöld þar sem happy hour verður á milli kl. 5-7 ásamt góðu tilboði á kvöldverði sem borinn verður á borð í þinghússalnum þar sem tónleikarnir fara fram.

 

Comments are closed.