Samgöngumálin eru stærsta velferðarmálið

Samgöngumálin eru stærsta velferðarmálið

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Engum dylst að samgöngumál eru eitt brýnasta málefni kjördæmisins. En sú gríðarlega fjölgun ferðamanna sem sækja landið heim hefur orðið til þess að nauðsynlegt er að bregðast við.

Nauðsynlegar framkvæmdir á samgönguinnviðum munu því aðeins ýta undir frekari verðmætasköpun og hagvöxt í kjördæminu.

Um 200 einstaklingar slasast alvarlega, eða láta lífið, á hverju einasta ári. Þetta eru slys sem skilja eftir sig mikinn harmleik í samfélaginu og skilja oft og tíðum ungt og efnilegt fólk eftir örkumla eða verða til þess að það kveður heiminn langt fyrir aldur fram. Þá leggja svona slys gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið og kosta samfélagið okkar um það bil 50 milljarða á ári. Eftir stendur því stóra spurningin; þarf þetta raunverulega að vera svona? Væri þeim fjármunum ekki betur varið í að koma í veg fyrir þessi slys með öruggari samgöngum? Ég er að minnsta kosti sannfærður um það!

Ég hvet því kjósendur að leggja ríka áherslu á mikilvægi umferðaröryggis og samgöngumála almennt við okkur frambjóðendur nú í aðdraganda kosninga. Öruggar og greiðar samgöngur stuðla að fjölþættu og blómlegu atvinnulífi sem er forsenda góðra lífskjara. Komum samgöngumálunum í farveg með því að setja X við D.

Höfundur greinar: Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

 

Comments are closed.