Skemmdu bíl við FSU á Selfossi

Skemmdu bíl við FSU á Selfossi

Milli klukkan átta og tíu á miðvikudagsmorgun voru skemmdir unnar á bíl sem var í bílastæði við FSU á Selfossi. Bíllinn er af gerðinni Ford Mondeo grá að lit.  Sýnilega hafði verið stigið uppá vélarhlíf bílsins og traðkað á henni.  Þeir sem geta veitt upplýsingar um verknaðinn eru vinsamlegast beðnir að hafa samaband við lögreglu í síma 444 20110 eða suðurland@logreglan.is

Myndin er úr safni og sem betur fer er bíllinn við FSU ekki svona illa leikinn, en verknaðurinn ólíðandi engu að síður.

Comments are closed.